„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 15:20 Fjórar deildir eru á leikskólanum. Stykkishólmsbær Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira