Lífið

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Elísabet Hanna skrifar
Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur.
Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur. Getty/ Jamie McCarthy

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Chrissy opnaði umræðuna á Instagram miðli sínum bæði í story og sem færslu þar sem  hún biður fólk fallega um að hætta að spyrja sig hvort að hún sé ólétt. Hún segist vera andstæðan við ólétt og að hún sé í miðju eggheimtuferli og lyfin geri kviðinn útblásinn.

„Einnig, vinsamlegast hættið að spyrja fólk, hvern sem er, hvort að það sé ólétt,“

bætir hún við. Hún segist vilja benda fólki á það hversu dónalegt og óþarft það sé að spyrja því maður viti aldrei söguna hjá viðkomandi og spurningin geti vakið upp ýmsar tilfinningar hjá viðkomandi.


Tengdar fréttir

Eiga von á öðru barni

Chrissy Teigen og John Legend tilkynntu um fjölgunina á Instagram með krúttlegum hætti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.