Lífið

Eiga von á sínu þriðja barni

Sylvía Hall skrifar
Chrissy Teigen og John Legend eru eitt frægasta par heims um þessar mundir.
Chrissy Teigen og John Legend eru eitt frægasta par heims um þessar mundir. Vísir/Getty

Fyrirsætan Chrissy Teigen á von á sínu þriðja barni með söngvaranum John Legend. Fyrir eiga þau dótturina Luna, fjögurra ára, og soninn Miles sem er tveggja ára gamall.

Orðrómur um óléttuna fór á flug eftir að nýjasta tónlistarmyndband Legend var frumsýnt á fimmtudag. Undir lok myndbandsins sést parið á strönd og heldur Teigen um magann á sér.

Hún staðfesti svo fréttirnar á Twitter í gær þar sem hún birti myndband af sér og tilkynnti formlega að von væri á þriðja barninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.