Innlent

Úkraína, yfir­heyrslur yfir blaða­mönnum og kvótakerfið á Sprengi­sandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu.

Viðvörunin á landamærum Úkraínu og Rússlands er eldrauð, þeir Albert Jónsson og Jón Ólafsson munu halda áfram að spá í spilin á þessu svæði með Kristjáni Kristjánssyni þáttastjórnenda. Hlutsa má á þáttinn í beinni útseningu hér fyrir neðan.

Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Stundarinnar ætla að rökræða boðaðar yfirheyrslur yfir blaðamönnum vegna umfjöllunar um málefni Samherja og tengd efni.

Síðari klukkutíminn gerist að miklu leyti út á sjó. Vestfirðingarnir Lilja Rafney Magnúsdóttir og Teitur Björn Einarsson ætla að ræða, viku eftir Verbúðarlok, við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur alþingismann, hvort tilgangurinn með kvótakerfinu og framsali aflaheimilda hafi verið að gera örfáar sálir ofurríkar - svo vitnað sé til ummæla ráðherra í núverandi ríkisstjórn - eða, já eitthvað allt annað bara.

Síðasti gesturinn verður svo Hildur Hauksdóttir sem er sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS - Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Umræðuefnið er orkuskipti í sjávarútvegi sem kunna að vera töluvert lengra í burtu en stundum er rætt opinberlega enda margt sem þar á eftir að leysa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×