Laugvetningar og Stella í orlofi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2022 20:05 Gísella Hannesdóttir (t.h.), nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira