Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tímamót að í gær fór tala smitaðra hér á landi í kórónuveirufaraldrinum yfir hundrað þúsund manns.

Við ræðum við sóttvarnalækni um framhaldið. Þá fjöllum við um Alþýðusambandið sem telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum.

Einnig heyrum við í formanni grunnskólakennara en á dögunum féll dómur í héraðsdómi sem varðaði kennara sem vikið var frá störfum fyrir að slá til nemanda.

Að síðustu fjöllum við um vetrarfrí í skólum og hvað fólk getur tekið sér fyrir hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×