Innlent

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í skýrslu starfshóps rektors kemur fram að HHÍ hafi verið leiðandi í ábyrgri spilun. Forstjóri HHÍ segir að vinna við svokölluð spilakort sé löngu hafin.
Í skýrslu starfshóps rektors kemur fram að HHÍ hafi verið leiðandi í ábyrgri spilun. Forstjóri HHÍ segir að vinna við svokölluð spilakort sé löngu hafin.

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

Starfshópur um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands skilaði niðurstöðum sínum í júní í fyrra en í dag var skýrslan gerð opinber. Umræddur starfshópur telur að hvorki samkeppnissjónarmið né mögulegt tekjutap dugi til að slá því á frest að grípa til aðgerða sem tryggja ábyrga spilun og beri HHÍ að leggja sérstaka áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir.

Í yfirlýsingu frá Bryndísi, fyrir hönd HHÍ, segir að stjórnarmaður HHÍ hafi tekið þátt í vinnu starfshópsins og að hún hafi verið vel meðvituð um vinnu hópsins og fullkunnugt um efni og niðurstöður skýrslunnar.

Bryndís kveðst reglulega hafa mætt á fundi háskólaráðs þar sem farið var yfir rekstur og rekstrarumhverfi HHÍ og meðal annars lagt áherslu á ráðstafanir gagnvart „ábyrgri spilun“ og kynnt hugmyndir um spilakort.

Hún segir að vinna við innleiðingu spilakorts sé löngu hafin. Félagið hafi ráðist í undirbúning að innleiðingu þeirra árið 2018 að eigin frumkvæði.

„Vinnan við innleiðinguna hófst í júní árið 2019 og var vel á veg komin þegar kórónuveirufaraldurinn skall á en hann hefur truflað vinnu erlendra sérfræðinga sem HHÍ á í samstarfi við.“


Tengdar fréttir

Segir spila­fíkla fjár­magna kaup HÍ á Hótel Sögu

„Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×