Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 16:06 Sigurður Kristján Grímlaugsson tjáði fréttastofu í gær að atvikið hefði verið gríðarlega óþægilegt. Vísir/Vilhelm/Aðsend Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn. Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn.
Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11
Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54