Innlent

Tveir nú í gæslu­varð­haldi vegna á­rásarinnar í Grafar­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í Grafarholti aðfaranótt gærdagsins.
Árásin átti sér stað í Grafarholti aðfaranótt gærdagsins. Vísir/Vilhelm

Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að mennirnir hafi af Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar.

Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn sem grunaður er um árásina hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, en karl og kona særðust í árásinni. Nú hefur annar maður sem talinn er að tengist árásinni einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Mennirnir tveir voru handteknir í gær vegna árásarinnar og hafa þeir báðir komið við sögu lögreglu áður. Þannig hefur annar þeirra verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps auk þess sem hann hefur hlotið dóm fyrir vopnalagabrot, eftir að skotið úr byssu og miðað henni á annan mann, svo dæmi séu tekin.

Lögreglu var tilkynnt um árásina á fjórða tímanum í fyrrinótt og í kjölfarið var ráðist í gríðarlegar umfangsmiklar aðgerðir við að hafa uppi á skotmanninum. Var árásarmaðurinn handtekinn við Miklubraut í gærmorgun.


Tengdar fréttir

Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Konan al­var­lega slösuð eftir skamm­byssu­skot í kviðinn

Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×