Ákærður fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína: „Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 14:22 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur málið fyrir í næstu viku. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í næstu viku fyrir mál manns sem sakaður er um ítrekuð brot í nánu sambandi. Tvær ákærur hafa verið gefnar út gegn manninum en sú fyrri er í fimm liðum og snýr að meintum líkamsárásum, stórfelldum ærumeiðingum og kynferðisbrotum. Þá er hann einnig ákærður fyrir hótanir. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í ágúst 2021 og var málið þingfest í lok september 2021. Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð brot gegn þáverandi unnustu og eiginkonu sinni á árunum 2014 til 2019. Ákæra héraðssaksóknara er í fimm liðum þar sem vísað er til á þriðja tug brota gegn konunni á tímabilinu. Sprautaði hreinsilög í andlit konunnar Í fyrsta hluta ákærunnar er vísað til tíu brota þar sem maðurinn er ákærður fyrir líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar frá september 2014 til júní 2018. Líkamsárásirnar voru af ýmsum toga en hann er til að mynda ákærður fyrir að hafa í aðskildum atvikum á tímabilinu dregið brotaþola á hárinu út af baðherbergi sem hún hafði læst sig inni á og ýtt henni út af heimilinu, hrint henni á skáp og í gólfið, slegið hana svo hún hlaut áverka í andliti, sparkað í hana meðan hún lá í gólfinu og látið munnvatn leka yfir hana, kýlt hana svo hún ældi blóði, tekið um munn og þrengt að öndunarvegi hennar, og þrýst á kjálka hennar með þeim afleiðingum að hún fór úr kjálkalið, meðal annars. Þá er hann til að mynda ákærður fyrir að hafa í júní 2018 sprautað hreinsilög í andlit konunnar eftir að hann hafði skvett rauðvíni á hana og hún svarað í sömu mynt. Hreinsilögurinn fór í andlit hennar og augu en hún fékk fyrir vikið sviða í augun og brunasár á báða handleggi. Uppnefnd hóra, lauslátt ógeð og brundtunna Í öðrum hluta ákærunnar er farið yfir ærumeiðingar mannsins í garð konunnar á árunum 2017 til 2019 en saksóknari segir manninn hafa móðgað og smánað konuna með fjölda skilaboða og birtingum á samfélagsmiðlum. „Myndina mína stóru, hringana 2, Aurum skartið ferðu með niðureftir. Aldrei meiri lygar frá þér. Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna,“ sagði maðurinn til að mynda í tölvupósti til konunnar í lok desember 2017. Þá hafi hann sent þáverandi vinnuveitenda konunnar skilaboð þar sem hann gerði lítið úr henni og greint frá vímuefnavanda hennar. Í nóvember 2018 sendi hann tölvupóst á konuna þar sem hann vísaði til ummæla sem voru látin falla á Facebook síðu hans af öðrum aðila. „Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna.“ „Ef svona komment birtast aftur frá ykkar fólki sé ég mig tilneyddan til að birta á facebook undir næsta kommenti smá yfirlit yfir hvernig hegðun þín og gjörðir hafa verið. Okkur gengur vel í sinnhvorri fjarlægðinni, ég hef aldrei kært þig fyrir eitt né neitt ( þú veist ég hefði fullvel getað það) vil bara ró með I mínum. Og að þér gangi líka allt í haginn. Höldum þessu þannig,“ sagði maðurinn. Í þriðja hluta ákærunnar er einnig vísað til þeirra ummæla sem maðurinn lét falla um konuna á meðan sambandi þeirra stóð. Meðal annars hafði hann uppnefnt eða kallað konuna hóru, druslu, ódýra lygahóru, viðurstyggð, krípí ógeð, net hóru, athyglis hóru, lyga hóru, feita hóru, lauslátasta ógeð sem hann hafi eytt tíma með, framhjáhalds brunddollu, belju og brundtunnu. Neyddi konuna til kynmaka og deildi kynferðislegu efni af henni Í fjórða og fimmta hluta ákærunnar er að lokum farið yfir kynferðisbrot mannsins. Hann er þar ákærður fyrir að hafa tvisvar sýnt öðrum kynferðisleg myndbönd af konunni auk þess sem hann hafi neytt konuna til samræðis við aðra menn með ýmis konar hótunum, meðal annars að birta af henni kynferðislegt myndefni. Einn þeirra manna sem maðurinn neyddi konuna til samræðis við var frændi ákærða en hann hafði í nokkur skipti á tímabilinu 2017 til 2019 látið konuna hafa samræði og munnmök við hann. Þá hafi hann neytt konuna sumarið 2018 til að hafa munnmök við ókunnugan erlendan karlmann. Ákærði hafi ljósmyndað kynmökin eða tekið þau upp á myndband og var oft þátttakandi í þeim, að því er kemur fram í ákærunni. Héraðssaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gert krafa af hálfu konunnar um þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákærður fyrir hótanir og umferðarlagabrot Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf sömuleiðis út ákæru til handa mannsins í október 2021. Hann er þar ákærður fyrir að hafa sunnudaginn 8. desember 2019 hótað brotaþola í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. „Getum ekki beðið eftir að finna þig litla skítseiðið [þitt],“ sagði í einum skilaboðanna sem getið er til í ákæru. „Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig.“ „Hvar ertu helvítis auminginn þinn? Ég ætla að fara berja þig litla skítseyði. Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig,“ sagði í öðrum skilaboðum. Lögregla telur skilaboðin hafa verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola um líf sitt, heilbrigði og velferð. Þá er maðurinn ákærður fyrir ítrekuð umferðarlagabrot árin 2020 og 2021 en í ákæru er vísað til átta tilfella þar sem maðurinn var tekinn við akstur án þess að hafa öðlast til þess réttindi. Í nokkrum tilfellum er maðurinn einnig ákærður fyrir hraðakstur, fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fyrir að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn. Er farið fram á að maðurinn veðri dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakakostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Reykjavík Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í ágúst 2021 og var málið þingfest í lok september 2021. Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð brot gegn þáverandi unnustu og eiginkonu sinni á árunum 2014 til 2019. Ákæra héraðssaksóknara er í fimm liðum þar sem vísað er til á þriðja tug brota gegn konunni á tímabilinu. Sprautaði hreinsilög í andlit konunnar Í fyrsta hluta ákærunnar er vísað til tíu brota þar sem maðurinn er ákærður fyrir líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar frá september 2014 til júní 2018. Líkamsárásirnar voru af ýmsum toga en hann er til að mynda ákærður fyrir að hafa í aðskildum atvikum á tímabilinu dregið brotaþola á hárinu út af baðherbergi sem hún hafði læst sig inni á og ýtt henni út af heimilinu, hrint henni á skáp og í gólfið, slegið hana svo hún hlaut áverka í andliti, sparkað í hana meðan hún lá í gólfinu og látið munnvatn leka yfir hana, kýlt hana svo hún ældi blóði, tekið um munn og þrengt að öndunarvegi hennar, og þrýst á kjálka hennar með þeim afleiðingum að hún fór úr kjálkalið, meðal annars. Þá er hann til að mynda ákærður fyrir að hafa í júní 2018 sprautað hreinsilög í andlit konunnar eftir að hann hafði skvett rauðvíni á hana og hún svarað í sömu mynt. Hreinsilögurinn fór í andlit hennar og augu en hún fékk fyrir vikið sviða í augun og brunasár á báða handleggi. Uppnefnd hóra, lauslátt ógeð og brundtunna Í öðrum hluta ákærunnar er farið yfir ærumeiðingar mannsins í garð konunnar á árunum 2017 til 2019 en saksóknari segir manninn hafa móðgað og smánað konuna með fjölda skilaboða og birtingum á samfélagsmiðlum. „Myndina mína stóru, hringana 2, Aurum skartið ferðu með niðureftir. Aldrei meiri lygar frá þér. Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna,“ sagði maðurinn til að mynda í tölvupósti til konunnar í lok desember 2017. Þá hafi hann sent þáverandi vinnuveitenda konunnar skilaboð þar sem hann gerði lítið úr henni og greint frá vímuefnavanda hennar. Í nóvember 2018 sendi hann tölvupóst á konuna þar sem hann vísaði til ummæla sem voru látin falla á Facebook síðu hans af öðrum aðila. „Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna.“ „Ef svona komment birtast aftur frá ykkar fólki sé ég mig tilneyddan til að birta á facebook undir næsta kommenti smá yfirlit yfir hvernig hegðun þín og gjörðir hafa verið. Okkur gengur vel í sinnhvorri fjarlægðinni, ég hef aldrei kært þig fyrir eitt né neitt ( þú veist ég hefði fullvel getað það) vil bara ró með I mínum. Og að þér gangi líka allt í haginn. Höldum þessu þannig,“ sagði maðurinn. Í þriðja hluta ákærunnar er einnig vísað til þeirra ummæla sem maðurinn lét falla um konuna á meðan sambandi þeirra stóð. Meðal annars hafði hann uppnefnt eða kallað konuna hóru, druslu, ódýra lygahóru, viðurstyggð, krípí ógeð, net hóru, athyglis hóru, lyga hóru, feita hóru, lauslátasta ógeð sem hann hafi eytt tíma með, framhjáhalds brunddollu, belju og brundtunnu. Neyddi konuna til kynmaka og deildi kynferðislegu efni af henni Í fjórða og fimmta hluta ákærunnar er að lokum farið yfir kynferðisbrot mannsins. Hann er þar ákærður fyrir að hafa tvisvar sýnt öðrum kynferðisleg myndbönd af konunni auk þess sem hann hafi neytt konuna til samræðis við aðra menn með ýmis konar hótunum, meðal annars að birta af henni kynferðislegt myndefni. Einn þeirra manna sem maðurinn neyddi konuna til samræðis við var frændi ákærða en hann hafði í nokkur skipti á tímabilinu 2017 til 2019 látið konuna hafa samræði og munnmök við hann. Þá hafi hann neytt konuna sumarið 2018 til að hafa munnmök við ókunnugan erlendan karlmann. Ákærði hafi ljósmyndað kynmökin eða tekið þau upp á myndband og var oft þátttakandi í þeim, að því er kemur fram í ákærunni. Héraðssaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gert krafa af hálfu konunnar um þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákærður fyrir hótanir og umferðarlagabrot Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf sömuleiðis út ákæru til handa mannsins í október 2021. Hann er þar ákærður fyrir að hafa sunnudaginn 8. desember 2019 hótað brotaþola í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. „Getum ekki beðið eftir að finna þig litla skítseiðið [þitt],“ sagði í einum skilaboðanna sem getið er til í ákæru. „Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig.“ „Hvar ertu helvítis auminginn þinn? Ég ætla að fara berja þig litla skítseyði. Ég ætla að berja þig og berja þig og berja þig,“ sagði í öðrum skilaboðum. Lögregla telur skilaboðin hafa verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola um líf sitt, heilbrigði og velferð. Þá er maðurinn ákærður fyrir ítrekuð umferðarlagabrot árin 2020 og 2021 en í ákæru er vísað til átta tilfella þar sem maðurinn var tekinn við akstur án þess að hafa öðlast til þess réttindi. Í nokkrum tilfellum er maðurinn einnig ákærður fyrir hraðakstur, fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fyrir að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn. Er farið fram á að maðurinn veðri dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakakostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Reykjavík Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira