Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:32 Séra Andres Arango með einu sóknarbarna sinna í Jórdan ánni í Ísrael. AP/Andrea Reyes Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum. Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira