Fótbolti

Elliott hirti metið af Alexander-Arnold

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elliott í baráttunni í kvöld.
Elliott í baráttunni í kvöld. vísir/Getty

Enski miðjumaðurinn Harvey Elliott skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Liverpool í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Inter Milan í Meistaradeild Evrópu.

Elliott hóf leik á miðju Liverpool í kvöld ásamt Fabinho og Thiago Alcantara.

Hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Liverpool í Meistaradeild Evrópu en Elliott er átján ára og 318 daga gamall.

Hann hirðir metið af liðsfélaga sínum, bakverðinum öfluga Trent Alexander-Arnold, sem var átján ára og 354 daga gamall þegar hann þreytti frumraun sína með Liverpool í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×