Ferlinum mögulega lokið eftir spark í fjörutíu manna ólátum Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Pepe var heitt i hamsi á Drekavöllum í Porto á föstudaginn. Getty/Zed Jameson Fyrirliði Porto, varnarmaðurinn Pepe, er kominn í tveggja leikja bann og gæti fengið allt að tveggja ára bann fyrir sinn þátt í 40 manna óeirðum í toppslag portúgalska fótboltans um helgina. Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka í 2-2 jafntefli Porto og Sporting Lissabon á föstudagskvöld. Pepe var á meðal fjögurra sem fengu að líta rauða spjaldið og er einn af átta mönnum sem hafa fengið sekt eða bann í kjölfarið á ólátunum. Hér að neðan má sjá hluta af því sem á gekk en Pepe er gefið að sök að hafa sparkað í Hugo Viana, fyrrverandi leikmann Newcastle, sem er í þjálfarateymi Sporting. Portúgalski miðillinn A Bola segir að verði Pepe fundinn sekur um að hafa ráðist á þjálfara andstæðinganna eigi hann yfir höfði sér bann sem geti varað allt frá tveimur mánuðum til tveggja ára. Með tilliti til þess að Pepe, sem lengst af síns ferils lék með sigursælu liði Real Madrid, verður 39 ára síðar í þessum mánuði gæti mögulegt bann því markað endalok ferilsins. Pepe hefur haft orð á sér fyrir að vera fauti innan vallar en hann hafði þó ekki fengið rautt spjald síðan í bikarleik með Besiktas gegn Fenerbahce í Tyrklandi árið 2018. Bæði leikmönnum og þjálfurum refsað Fjöldi fleiri leikmanna og þjálfara þarf að sæta refsingu fyrir sinn þátt í ólátunum á föstudaginn. Joao Palhinha, leikmaður Sporting, er kominn í þriggja leikja bann og fékk 1.530 evru sekt fyrir að slá til mótherja. Sebastian Coates, sem einnig leikur með Sporting, fékk sömuleiðis sekt fyrir sitt rauða spjald. Þriðji leikmaður Sporting, Bruno Tabata, gæti fengið langt bann fyrir að hafa ýtt þjálfara Porto og Matheus Reis gæti einnig fengið refsingu. Agustin Marchesin, markvörður Porto, fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka til leikmanns andstæðinganna, og Ruben Amorim stjóri Sporting og Carlos Fernandes aðstoðarmaður hans fengu eins leiks bann fyrir að fara inn á völlinn. Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka í 2-2 jafntefli Porto og Sporting Lissabon á föstudagskvöld. Pepe var á meðal fjögurra sem fengu að líta rauða spjaldið og er einn af átta mönnum sem hafa fengið sekt eða bann í kjölfarið á ólátunum. Hér að neðan má sjá hluta af því sem á gekk en Pepe er gefið að sök að hafa sparkað í Hugo Viana, fyrrverandi leikmann Newcastle, sem er í þjálfarateymi Sporting. Portúgalski miðillinn A Bola segir að verði Pepe fundinn sekur um að hafa ráðist á þjálfara andstæðinganna eigi hann yfir höfði sér bann sem geti varað allt frá tveimur mánuðum til tveggja ára. Með tilliti til þess að Pepe, sem lengst af síns ferils lék með sigursælu liði Real Madrid, verður 39 ára síðar í þessum mánuði gæti mögulegt bann því markað endalok ferilsins. Pepe hefur haft orð á sér fyrir að vera fauti innan vallar en hann hafði þó ekki fengið rautt spjald síðan í bikarleik með Besiktas gegn Fenerbahce í Tyrklandi árið 2018. Bæði leikmönnum og þjálfurum refsað Fjöldi fleiri leikmanna og þjálfara þarf að sæta refsingu fyrir sinn þátt í ólátunum á föstudaginn. Joao Palhinha, leikmaður Sporting, er kominn í þriggja leikja bann og fékk 1.530 evru sekt fyrir að slá til mótherja. Sebastian Coates, sem einnig leikur með Sporting, fékk sömuleiðis sekt fyrir sitt rauða spjald. Þriðji leikmaður Sporting, Bruno Tabata, gæti fengið langt bann fyrir að hafa ýtt þjálfara Porto og Matheus Reis gæti einnig fengið refsingu. Agustin Marchesin, markvörður Porto, fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka til leikmanns andstæðinganna, og Ruben Amorim stjóri Sporting og Carlos Fernandes aðstoðarmaður hans fengu eins leiks bann fyrir að fara inn á völlinn.
Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira