Ferlinum mögulega lokið eftir spark í fjörutíu manna ólátum Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Pepe var heitt i hamsi á Drekavöllum í Porto á föstudaginn. Getty/Zed Jameson Fyrirliði Porto, varnarmaðurinn Pepe, er kominn í tveggja leikja bann og gæti fengið allt að tveggja ára bann fyrir sinn þátt í 40 manna óeirðum í toppslag portúgalska fótboltans um helgina. Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka í 2-2 jafntefli Porto og Sporting Lissabon á föstudagskvöld. Pepe var á meðal fjögurra sem fengu að líta rauða spjaldið og er einn af átta mönnum sem hafa fengið sekt eða bann í kjölfarið á ólátunum. Hér að neðan má sjá hluta af því sem á gekk en Pepe er gefið að sök að hafa sparkað í Hugo Viana, fyrrverandi leikmann Newcastle, sem er í þjálfarateymi Sporting. Portúgalski miðillinn A Bola segir að verði Pepe fundinn sekur um að hafa ráðist á þjálfara andstæðinganna eigi hann yfir höfði sér bann sem geti varað allt frá tveimur mánuðum til tveggja ára. Með tilliti til þess að Pepe, sem lengst af síns ferils lék með sigursælu liði Real Madrid, verður 39 ára síðar í þessum mánuði gæti mögulegt bann því markað endalok ferilsins. Pepe hefur haft orð á sér fyrir að vera fauti innan vallar en hann hafði þó ekki fengið rautt spjald síðan í bikarleik með Besiktas gegn Fenerbahce í Tyrklandi árið 2018. Bæði leikmönnum og þjálfurum refsað Fjöldi fleiri leikmanna og þjálfara þarf að sæta refsingu fyrir sinn þátt í ólátunum á föstudaginn. Joao Palhinha, leikmaður Sporting, er kominn í þriggja leikja bann og fékk 1.530 evru sekt fyrir að slá til mótherja. Sebastian Coates, sem einnig leikur með Sporting, fékk sömuleiðis sekt fyrir sitt rauða spjald. Þriðji leikmaður Sporting, Bruno Tabata, gæti fengið langt bann fyrir að hafa ýtt þjálfara Porto og Matheus Reis gæti einnig fengið refsingu. Agustin Marchesin, markvörður Porto, fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka til leikmanns andstæðinganna, og Ruben Amorim stjóri Sporting og Carlos Fernandes aðstoðarmaður hans fengu eins leiks bann fyrir að fara inn á völlinn. Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka í 2-2 jafntefli Porto og Sporting Lissabon á föstudagskvöld. Pepe var á meðal fjögurra sem fengu að líta rauða spjaldið og er einn af átta mönnum sem hafa fengið sekt eða bann í kjölfarið á ólátunum. Hér að neðan má sjá hluta af því sem á gekk en Pepe er gefið að sök að hafa sparkað í Hugo Viana, fyrrverandi leikmann Newcastle, sem er í þjálfarateymi Sporting. Portúgalski miðillinn A Bola segir að verði Pepe fundinn sekur um að hafa ráðist á þjálfara andstæðinganna eigi hann yfir höfði sér bann sem geti varað allt frá tveimur mánuðum til tveggja ára. Með tilliti til þess að Pepe, sem lengst af síns ferils lék með sigursælu liði Real Madrid, verður 39 ára síðar í þessum mánuði gæti mögulegt bann því markað endalok ferilsins. Pepe hefur haft orð á sér fyrir að vera fauti innan vallar en hann hafði þó ekki fengið rautt spjald síðan í bikarleik með Besiktas gegn Fenerbahce í Tyrklandi árið 2018. Bæði leikmönnum og þjálfurum refsað Fjöldi fleiri leikmanna og þjálfara þarf að sæta refsingu fyrir sinn þátt í ólátunum á föstudaginn. Joao Palhinha, leikmaður Sporting, er kominn í þriggja leikja bann og fékk 1.530 evru sekt fyrir að slá til mótherja. Sebastian Coates, sem einnig leikur með Sporting, fékk sömuleiðis sekt fyrir sitt rauða spjald. Þriðji leikmaður Sporting, Bruno Tabata, gæti fengið langt bann fyrir að hafa ýtt þjálfara Porto og Matheus Reis gæti einnig fengið refsingu. Agustin Marchesin, markvörður Porto, fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka til leikmanns andstæðinganna, og Ruben Amorim stjóri Sporting og Carlos Fernandes aðstoðarmaður hans fengu eins leiks bann fyrir að fara inn á völlinn.
Fótbolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira