„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2022 09:03 Sitt sýnist hverjum um hugmyndir Magnette, sem er borgarstjóri þriðju stærstu borgar Belgíu. epa/Stephanie Lecocq Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá. Verslun Belgía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Paul Magnette, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og borgarstjóri í Charleroi, sagðist óttast að vöxtur netverslunnar væri að „hola út“ heilu borgarhverfin og stuðla að versnandi vinnuaðstæðum. „Látum Belgíu verða land án netviðskipta,“ saðgi Magnette í samtali við dagblaðið Humo. „Fyrir mér er netverslun ekki framþróun, heldur félagsleg og efnahagsleg hrörnun. Af hverju þarf starfsfólk í þessum vöruhúsum að vinna næturvinnu? Af því að fólk vill versla allan sólahringinn og fá pakkana heim innan 24 klukkustunda. Getum við í alvöru ekki beðið í tvo daga eftir bók?“ spurði hann. Samkvæmt Eurostat, evrópsku hagstofunni, versluðu 74 prósent Belga á aldrinum 16 til 74 ára hjá netverslun árið 2021, sem er rétt fyrir ofan meðallag fyrir aðildarríki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirra sem versluðu á netinu í fyrra var hæst í Danmörku, 91 prósent, en lægst í Búlgaríu, 33 prósent. Ummæli Magnette tengjast meðal annars umræðum sem hafa átt sér stað á belgíska þinginu, þar sem verið er að ræða breytingar á lögum og reglum þegar kemur að næturvinnu, sem taldar eru nauðsynlegar til að gera Belgíu samkeppnishæfa við nágrannaríki á borð við Holland. Eins og sakir standa verða fyrirtæki að greiða næturálag fyrir alla vinnu sem á sér stað eftir klukkan 20 en til skoðunar er að breyta lögum þannig að fyrirtækjum sé heimilt að greiða dagvinnu fyrir allta að 20 klukkutíma sólahringsins, að gefnu samþykki verkalýðsfélags starfsmanna. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í kjölfar viðtalsins að Magnette væri ekki á móti netverslun, heldur þætti honum umræða þurfa að eiga sér stað um afleiðingar hennar. Ummæli hans hafa hins vegar verið harkalega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum, sem saka hann meðal annars um að vilja færa hagkerfið aftur um 100 ár. The Guardian greindi frá.
Verslun Belgía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira