Bíó og sjónvarp

Ljúfsár stund meðal netverja eftir síðasta þátt Verbúðarinnar

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur annan í jólum hafa landsmenn setið límdir við sjónvarpið. 
Frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur annan í jólum hafa landsmenn setið límdir við sjónvarpið.  Skjáskot

Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn. 

Óhætt er að segja að landsmenn hafi setið límdir við sjónvarpsskjáinn á sunnudagskvöldum frá því um áramótin og ef marka má samfélagsmiðla munu margir sakna þáttanna.

Netverjar höfðu ýmislegt um þættina að segja á samfélagsmiðlum í kvöld og voru flestir sammála um að Verbúðin væri ein besta leikna þáttaröð sem sýnd hefur verið hér á landi.

Verbúðin fjallar um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Þrátt fyrir að umræðan um kvótakerfið sé ekki fyrir alla hefur höfundunum tekist að gera því vel skil.

Höfundarnir hafa frá fyrsta þætti hamrað á því að þeir séu byggðir á raunverulegum atburðum og hefur áhugi landsmanna á kvótakerfinu aukist. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, er meðal þeirra sem er hugsi eftir þættina.

„Vá hvað við Íslendingar vorum tekin í bólinu með úthlutun kvótans á sínum tíma. Ótrúlegt hvernig hefur tekist í marga áratugi að láta þetta viðgangast og kæfa allar tilraunir til að upplýsa eða breyta því sem gerðist. Er ekki kominn tími til?“ segir Alexandra á Twitter.

Þá nýtir Katrín Oddsdóttir lögmaður tækifærið til að minna á nýja stjórnarskrá. „Verbúðinni er lokið en baráttan um rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum ekki!“ segir Katrín á Twitter.

Sumir voru enn fremur með vangaveltur um hvað höfundar þáttana myndu gera næst og nokkrir lögðu til að mynda til að hrunið yrði næst fyrir valinu. 

Sjá má hin ýmsu viðbrögð eftir þátt kvöldsins hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×