Innlent

Hætta að­gerðum við Þing­valla­vatn í dag vegna íss

Atli Ísleifsson skrifar
Pramminn hífður upp á þurrt.
Pramminn hífður upp á þurrt. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Búðirnar á bakka vatnsins verða teknar saman í dag og fluttar í burtu. Í framhaldi af þessu verði gerðar áætlanir um björgun vélarinnar og ráðist í þær þegar vatnið er opið og veður leyfir. 

Óvíst sé um hvenær það geti orðið.

Greint var frá því í morgun aðstandendur hafi borið kennsl á alla fjóra sem voru um borð í vélinni en þeir náðust á land í gær.

Mikill viðbúnaður hefur verið við Ölfusvatnsvík síðustu daga vegna flugslyssins sem varð 3. febrúar síðastliðinn.

Frá Þingvallavatni í morgun.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni

Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×