Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Aðstaðan er strax vel nýtt. Samsett/Borgarbókasafn Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu. Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu.
Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira