Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 13:51 Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttig og Valgerður Jónsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í dag. Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar. Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.
Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira