Innlent

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 0,4 prósent

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Um 15 prósent íbúa landsins eru með ríkisfang annað en íslenskt.
Um 15 prósent íbúa landsins eru með ríkisfang annað en íslenskt. Vísir/Vilhelm

Erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu á Íslandi voru 55.181 í upphafi febrúarmánaðar og fjölgaði um 202 frá 1. desember 2021, eða um 0,4 prósent.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Þar segir að á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum með skráða búsetu á Íslandi um 542 einstaklinga. Einstaklingum með afganskt ríkisfang fjölgaði um 13,9 prósent og eru nú 238 talsins og ríkisborgurum frá Venesúela fjölgaði um 19,1 prósent, eða úr 455 í 542.

„Pólskum ríkisborgurum fækkaði á ofangreindu tímabili um 89 einstaklinga og voru 21.102 talsins um síðustu mánaðarmót eða 5,6% landsmanna,“ segir á vef Þjóðskrár.

Hér má finna töflu yfir fjölda íbúa landsins eftir ríkisfangi 1. desember 2021 og 1. febrúar síðastliðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×