Innlent

Kallar eftir því að bankarnir noti „ofur­hagnað“ til að létta undir heimilunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lilja segir koma til greina að taka aftur upp bankaskattinn.
Lilja segir koma til greina að taka aftur upp bankaskattinn. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Heildarhagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja nam 80 milljörðum króna í fyrra. Lilja höfðar til samfélagslegrar ábyrgðar bankakerfisins um þátttöku í því að koma samfélaginu úr faraldrinum.

Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti til að slá á hækkun vísitölu neysluverðs og meiri vaxtahækkanir séu í kortunum.

„Ég tel því mjög mikilvægt að ákveðin  heimili, sérstaklega ungs fólks og tekjulágra, sitji ekki eftir með Svarta-Pétur. Það er því betra að bankarnir komi strax inn í þetta og fari að huga að heimilunum í landinu og ef bankarnir finna ekki einhverja lausn á því tel ég að við ættum að endurvekja bankaskattinn,“ segir Lilja.

Hún segir að jafnframt þurfi að endurskoða vægi húsnæðisliðarins í verðbólgumælingum á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×