Innlent

Marta fer ekki fram gegn Hildi en gefur kost á sér í annað sætið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Marta Guðjónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2017.
Marta Guðjónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2017. Vísir/Vilhelm

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hyggst ekki fara fram gegn Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þess í stað sækist hún eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun.

Marta hafði áður greint frá því að hún hefði fengið hvatningu til að sækjast eftir oddvitasætinu og íhugaði það.

„Ég hef einlægan áhuga á því að fá að vinna áfram að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og snúa frá gjaldþrota stefnu núverandi meirihluta,“ segir Marta.

Meðal stefnumála hennar er að tryggja nægt framboð lóða í borginni, meira aðhald í borgarrekstrinum og heildstæða samgöngustefnu fyrir alla ferðamáta.


Tengdar fréttir

Marta íhugar að fara fram gegn Hildi

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, liggur nú undir feldi og íhugar að bjóða sig fram í oddvitasætið í Reykjavík. Ef af verður fer hún fram gegn Hildi Björnsdóttur, sem skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×