Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 10:10 Snjóflóð féllu úr hlíðinni ofan Flateyrar um síðustu helgi. Stöð 2/Arnar Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. Aðfaranótt mánudags féllu flóð ofan við Patreksfjörð og fóru kögglar af einu flóðinu yfir svæði þar sem framkvæmdir eru hafnar á nýjum varnargarði. Í morgun kom svo í ljós um 200 metra breitt snjóflóð í innanverðri skálinni í Brellum og annað lítið flóð í utanverðri skálinni. Veðurstofan greinir frá þessu en rýmingarreitur níu á Ísafirði var rýmdur um tíma, sem og sorpvinnslusvæðið við Funa. Tveir sveitabæir, annar í Skutulsfirði og hinn við Bolungarvík voru einnig rýmdir. Í gærmorgun féll flóð á rýmingarreit níu sem var rýmdur. Lýst yfir hættustigi í gær Á sunnanverðum Vestfjörðum var lýst yfir óvissustigi í gær og hættustigi í kjölfarið á Patreksfirði með rýmingu á ytri hluta rýmingareits fjögur. Að sögn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar ver nýr varnargarður nú innri hluta rýmingareits fjögur og eru framkvæmdir hafnar á garði sem verja á ytri hlutann. Líkt og fyrr segir féllu flóð ofan við Patreksfjörð aðfaranótt mánudags og fóru kögglar af einu flóðinu yfir á umrætt framkvæmdasvæði. Veðrið er gengið niður á Vestfjörðum, lítil ofankoma en minniháttar skafrenningur í fjöllum. Gert er ráð fyrir að það dragi áfram úr vindi og ofankomu í dag og spáð er hæglætis veðri næstu daga. Veður Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Fjallabyggð Tengdar fréttir Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Aðfaranótt mánudags féllu flóð ofan við Patreksfjörð og fóru kögglar af einu flóðinu yfir svæði þar sem framkvæmdir eru hafnar á nýjum varnargarði. Í morgun kom svo í ljós um 200 metra breitt snjóflóð í innanverðri skálinni í Brellum og annað lítið flóð í utanverðri skálinni. Veðurstofan greinir frá þessu en rýmingarreitur níu á Ísafirði var rýmdur um tíma, sem og sorpvinnslusvæðið við Funa. Tveir sveitabæir, annar í Skutulsfirði og hinn við Bolungarvík voru einnig rýmdir. Í gærmorgun féll flóð á rýmingarreit níu sem var rýmdur. Lýst yfir hættustigi í gær Á sunnanverðum Vestfjörðum var lýst yfir óvissustigi í gær og hættustigi í kjölfarið á Patreksfirði með rýmingu á ytri hluta rýmingareits fjögur. Að sögn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar ver nýr varnargarður nú innri hluta rýmingareits fjögur og eru framkvæmdir hafnar á garði sem verja á ytri hlutann. Líkt og fyrr segir féllu flóð ofan við Patreksfjörð aðfaranótt mánudags og fóru kögglar af einu flóðinu yfir á umrætt framkvæmdasvæði. Veðrið er gengið niður á Vestfjörðum, lítil ofankoma en minniháttar skafrenningur í fjöllum. Gert er ráð fyrir að það dragi áfram úr vindi og ofankomu í dag og spáð er hæglætis veðri næstu daga.
Veður Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Fjallabyggð Tengdar fréttir Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19