Sævar býður sig fram til formanns KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:11 Sævar Pétursson er framkvæmdastjóri KA. Sævar Pétursson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ 26. febrúar. Auk Sævars er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í framboði. „Síðustu vikur hef ég fengið fjölda áskorana um að bjóða mig fram til formanns KSÍ og eftir að hafa íhugað málið síðustu daga, er niðurstaða mín sú að gefa kost á mér í embættið, ekki síst með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við félögin í landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Sævari. „Ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra KA frá árinu 2011, þekki íslenska knattspyrnu afar vel, enda hef ég lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni frá blautu barnsbeini og mun reynsla mín og þekking vondandi nýtast KSÍ vel.“ Meðal stefnumála Sævars eru að efla samskiptin við félögin í landinu, auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar, gera rekstur KSÍ hagkvæmari, styðja betur við félögin á landsbyggðinni og ýta á eftir því að fá nýjan þjóðarleikvang. Í fréttatilkynningu Sævars segir meðal annars að kanna þurfi möguleika á því að byggja nýjan þjóðarleikvang utan Reykjavíkur í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef málefni Laugardalsvallar þokast ekki áfram. Sævar, sem er 47 ára, lék með Val, Breiðabliki, Fram, Deiglunni, Tindastóli og Einherja á sínum fótboltaferli. Hann lék 54 leiki í efstu deild. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. KSÍ Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ 26. febrúar. Auk Sævars er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í framboði. „Síðustu vikur hef ég fengið fjölda áskorana um að bjóða mig fram til formanns KSÍ og eftir að hafa íhugað málið síðustu daga, er niðurstaða mín sú að gefa kost á mér í embættið, ekki síst með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við félögin í landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Sævari. „Ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra KA frá árinu 2011, þekki íslenska knattspyrnu afar vel, enda hef ég lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni frá blautu barnsbeini og mun reynsla mín og þekking vondandi nýtast KSÍ vel.“ Meðal stefnumála Sævars eru að efla samskiptin við félögin í landinu, auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar, gera rekstur KSÍ hagkvæmari, styðja betur við félögin á landsbyggðinni og ýta á eftir því að fá nýjan þjóðarleikvang. Í fréttatilkynningu Sævars segir meðal annars að kanna þurfi möguleika á því að byggja nýjan þjóðarleikvang utan Reykjavíkur í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef málefni Laugardalsvallar þokast ekki áfram. Sævar, sem er 47 ára, lék með Val, Breiðabliki, Fram, Deiglunni, Tindastóli og Einherja á sínum fótboltaferli. Hann lék 54 leiki í efstu deild. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
KSÍ Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira