Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 12:10 Af vettvangi í gær. vísir/bjarni Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira