Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. febrúar 2022 06:10 „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki,“ segir Einar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. „Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil. Veður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
„Sérstaklega er það verst suðvestanlands. Vindatölur síðasta klukkutímann sýna til dæmis 29 metra á sekúndu í Geldinganesi og 34 metra á Hólmsheiði. Það er fárviðri. Á Reykjavíkurflugvelli og á Seltjarnarnesi, það er að segja í byggðinni eru 26 metrar á sekúndu. Þetta er ansi mikill vindur, því þarna erum við að tala um meðalvind. Svo eru 26 metrar á Keflavíkurflugvelli og svona er hægt að halda lengi áfram.“ Einar segir að svo fari vindhraðinn í verstu hviðunum upp undir 60 metra á sekúndu, eins og undir Hafnarfjalli. „Og núna á Reykjanesbrautinni er meðalvindur um 29 metrar á sekúndu og hviðurnar slá upp í 40 metra. Þar er heldur ekkert sem truflar vindinn.“ Aðspurður hvort ofankoman hafi verið minni en óttast hafi verið segir Einar: „Það er víða hríð og það byrjaði að hríða um tvöleytið í nótt á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað aðeins fyrr á fjallvegum. En síðasta klukkutímann hefur verið að hlána í þessu, alla vega neðan hundrað metra hæðarinnar. Það hefur verið að koma blot í þetta og það ágerist bara á næstunni þannig að þetta verður svona krapasull og síðar meir vatnselgur.“ Einar segir að þarna muni um hæðina og því snjói meira í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Einar segir að skil þessarar djúpu lægðar séu á leið norðausturyfir landið. „Það er alltaf þannig að veðrið er verst rétt á undan skilunum. Og þau eru að fara yfir um sexleytið hérna suðvestanlands. Þá nær vindurinn hámarki og þá er mesta hættan á foki hjá fólki. Og líka mesta hættan á rafmagnstruflunum. Síðan ganga þessi skil yfir og þeim gætu fylgt eldingar. Það hafa verið að mælast eldingar suðvestur í hafi. En um leið og skilin eru gengin yfir þá dettur allt niður í dúnalogn og veðrið verður skaplegt í einhverja klukkutíma.“ Einar bendir á að á sama tíma sé veðrið þá að versna um norðan og austanvert landið. Einar bendir einnig á að rafmagnstruflanir hafi fylgt veðurhamnum. „Það voru truflanir á höfuðborgarsvæðinu fyrr í nótt. Rafmagn fór af öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar vegna útleysingar í Hamranesi í fimmtán mínútur. Og síðan missti Elkem á Grundartanga allt rafmagn í um hálftíma en það er komið á aftur.“ Einar segir að raforkukerfið standi mjög tæpt þegar veðurhæðin er svona mikil.
Veður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira