Vanda segir ekki rétt að KSÍ eigi nóg af pening og skorar á ríkið að koma með veglegt framlag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, furðar sig á að enn eitt árið fái KSÍ ekki krónu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sambandið hefur sótt um styrki síðustu ár en ekkert fengið. „Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir? KSÍ Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
„Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?
KSÍ Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira