Búið að finna öll fjögur líkin Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 19:29 Aðgerðum hefur verið hætt við Þingvallavatn í bili. Vísir/Bjarni Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag. Oddur vildi ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að öllum aðgerðum á Þingvallavatni hafi verið hætt vegna veðurs. Búið sé að finna og staðsetja líkamsleifar fjögurra einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Til stóð að kafa eftir þeim en þar sem veður versnar nú hratt var ákveðið að hætta aðgerðum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna. Að sögn lögreglu er þegar hafin skipulagning á björgunaraðgerðum og verður gengið í þær um leið og veður leyfir. „Aðstandendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu mála. Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila. Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls,“ segir jafnframt í tilkynningu. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Vísir/Bjarni Flakið heillegt Greint var frá því fyrr í dag að flak flugvélarinnar sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag væri mjög heillegt. Skoðun kafara í gær leiddi í ljós að enginn væri inni í flakinu en talið er að fólkið hafi komist út úr flugvélinni að sjálfsdáðum. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Oddur sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að reynt hafi verið að ná líkamsleifum eins farþegans upp á yfirborðið en hætt við þegar veður versnaði. Útlit sé fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag hið fyrsta vegna veðurs. „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Lík flugmannsins og farþeganna þriggja fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Oddur vildi ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu en fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að öllum aðgerðum á Þingvallavatni hafi verið hætt vegna veðurs. Búið sé að finna og staðsetja líkamsleifar fjögurra einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Til stóð að kafa eftir þeim en þar sem veður versnar nú hratt var ákveðið að hætta aðgerðum þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna. Að sögn lögreglu er þegar hafin skipulagning á björgunaraðgerðum og verður gengið í þær um leið og veður leyfir. „Aðstandendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu mála. Þeir hafa beðið fyrir kærar kveðjur til björgunaraðila allra fyrir þeirra störf undanfarna daga og er þeim hér með komið til skila. Jafnframt þakkar lögreglan á Suðurlandi öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn fram að þessu enda þó stór og krefjandi verkefni sé framundan ennþá við úrlausn þessa máls,“ segir jafnframt í tilkynningu. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Vísir/Bjarni Flakið heillegt Greint var frá því fyrr í dag að flak flugvélarinnar sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag væri mjög heillegt. Skoðun kafara í gær leiddi í ljós að enginn væri inni í flakinu en talið er að fólkið hafi komist út úr flugvélinni að sjálfsdáðum. Leit hófst að flugmanninum og þremur erlendum ferðamönnum, sem voru farþegar hans, í birtingu í morgun. Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarfólks ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Oddur sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að reynt hafi verið að ná líkamsleifum eins farþegans upp á yfirborðið en hætt við þegar veður versnaði. Útlit sé fyrir að aðgerðir muni ekki hefjast á ný fyrr en á fimmtudag hið fyrsta vegna veðurs. „Það er nauðsynlegt að tryggja öryggi kafaranna. Köfun niður á þessu dýpi getur varið í hámark tuttugu mínútur á hvern kafara og þá hefur þú sex mínútur til að vinna á botninum. Það er aðgerð sem þarfnast undirbúnings, þarf að framkvæma við bestu aðstæður og allt að ganga upp.“ Lík flugmannsins og farþeganna þriggja fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu. Líkamsleifarnar voru staðsettar með sónarkafbát en stuðst var við gögn úr farsímum og upplýsingar um leið flugvélarinnar til að afmarka leitarsvæðið við Ölfusvatnsvík. Aðspurður um það hvort eitthvað liggi fyrir um orsök slyssins segir Oddur að það sé efni yfirstandandi rannsóknar. Engin ástæða sé til að geta sér til um hvað hafi gerst fyrr en allar upplýsingar og gögn liggi fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20 Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40 Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29 Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Reyna ekki að ná líkunum upp fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag Lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB fundust um það bil 300 metrum frá flugvélaflakinu og á minnst 37 metra dýpi. 6. febrúar 2022 22:20
Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6. febrúar 2022 17:40
Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6. febrúar 2022 12:29
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01