Tuttugu fangaverði vantar til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2022 13:01 Fangaverðir segja að nú vanti um tuttugu fangaverði til starfa í fangelsum landsins, meðal annars á Litla Hrauni á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga. Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju. Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Fangaverðir eru orðnir þreyttir og pirraðir á undirmönnun í fangelsum landsins og kalla eftir úrbótum í þeim efnum. Þeir segja að öryggi þeirra sé stefnt í hættu með allt of fáu starfsfólki því dæmin hafi ítrekað sýnt að fangar geti verð mjög veikir og hættulegir. Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Við ráðum ekki við stöðuna eins og hún er í dag til þess að tryggja fullkomið öryggi í fangelsunum. Við erum að fá erfiðari einstaklinga inn í fangelsin, andlega veika fanga og því miður þá hefur Fangelsismálastofnun ekki þau úrræði að fjölga fangavörðum í samræmi við erfiðleika fanga,“ segir Garðar. Garðar segir það skort á peningum til Fangelsismálastofnunar, sem sé afleitt því það vanti tilfinnanlega fleiri fangaverði til starfa svo ástandið geti verið ásættanlegt. „Við teljum að það séu allt að tuttugu stöðugildi, sem vantar í fangelsiskerfið til þess að öryggi fanga og fangavarða sé fullt tryggt, já, tuttugu stöðugildi.“ Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða hjá Fangavarðafélagi Íslands Íslands og fangavörður á Kvíabryggju.Aðsend Garðar segir að í fangelsinu á Hólmsheiði séu aðeins þrír fangaverðir á næturvöktum með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir. Þá er aðeins einn fangavörður á næturvöktum á Kvíabryggju með 22 fanga. „Því miður eru erfiðir einstaklingar að valda okkur fangavörðum skaða og samföngum.Við erum mjög hræddir um okkar öryggi og það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta ákall út til ráðherra og forstöðumanns Fangelsismálastofnunar um að það þurfti að bæta aðbúnað og öryggi í fangelsum,“ segir Garðar, trúnaðarmaður og fangavörður á Kvíabryggju.
Fangelsismál Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira