Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 14:17 Pósthúsunum á Hellu og Hvolsvelli verður lokað 1. maí í vor að öllu óbreyttu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira