Kjartan Magnússon vill annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 14:19 Kjartan Magnússon var einnig í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum. Aðsend Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir öðru sæti listans. Fram kemur í framboðstilkynningu að Kjartan hafi lengi starfað sem borgarfulltrúi og gjörþekki málefni borgarinnar frá fyrstu hendi. Auk þess hafi hann gengt starfi framkvæmdastjóra hjá Evrópuráðinu árin 2019 til 2021 þar sem hann hafi kynnst ýmsum nýmælum í sveitarstjórnarmálum á alþjóðavettvangi. „Endurskoða verður þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar frá grunni og gera margvíslegar breytingar til hins betra. Ég tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel í því mikilvæga verkefni," segir Kjartan. Vill ráðast í veigamiklar umbætur „Með framboðinu býð ég fram krafta mína og reynslu í þágu Reykvíkinga. Brýnt er að ráðast í veigamiklar umbætur þar sem vinstri meirihlutinn stendur illa að rekstri borgarinnar og stjórnun mikilvægra málaflokka er afar ábótavant. Færa þarf áherslur borgarinnar frá ýmsum gæluverkefnum núverandi meirihluta til grunnþjónustu. Mjög hefur sigið á ógæfuhliðina í fjármálum og eru skuldir nú komnar yfir 400 milljarða króna, sem jafngildir tólf milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni. Greiðsluþrot er fyrirsjáanlegt hjá borginni ef haldið verður áfram á braut óráðsíu og skuldasöfnunar. Auk fjármálanna má nefna húsnæðismál, samgöngumál, skipulagsmál og viðhaldsmál. Þá eru umbætur í skólamálum og málefnum eldri borgara aðkallandi.“ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 12. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fram kemur í framboðstilkynningu að Kjartan hafi lengi starfað sem borgarfulltrúi og gjörþekki málefni borgarinnar frá fyrstu hendi. Auk þess hafi hann gengt starfi framkvæmdastjóra hjá Evrópuráðinu árin 2019 til 2021 þar sem hann hafi kynnst ýmsum nýmælum í sveitarstjórnarmálum á alþjóðavettvangi. „Endurskoða verður þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar frá grunni og gera margvíslegar breytingar til hins betra. Ég tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel í því mikilvæga verkefni," segir Kjartan. Vill ráðast í veigamiklar umbætur „Með framboðinu býð ég fram krafta mína og reynslu í þágu Reykvíkinga. Brýnt er að ráðast í veigamiklar umbætur þar sem vinstri meirihlutinn stendur illa að rekstri borgarinnar og stjórnun mikilvægra málaflokka er afar ábótavant. Færa þarf áherslur borgarinnar frá ýmsum gæluverkefnum núverandi meirihluta til grunnþjónustu. Mjög hefur sigið á ógæfuhliðina í fjármálum og eru skuldir nú komnar yfir 400 milljarða króna, sem jafngildir tólf milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni. Greiðsluþrot er fyrirsjáanlegt hjá borginni ef haldið verður áfram á braut óráðsíu og skuldasöfnunar. Auk fjármálanna má nefna húsnæðismál, samgöngumál, skipulagsmál og viðhaldsmál. Þá eru umbætur í skólamálum og málefnum eldri borgara aðkallandi.“ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 12. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira