Elín Björk bætist í oddvitaslag VG í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 10:24 Elín Björk Jónasdóttir er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“ Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11