Elín Björk bætist í oddvitaslag VG í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 10:24 Elín Björk Jónasdóttir er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“ Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11