Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 17:26 Líf Magneudóttir vill leiða lista Vinstri grænna áfram. Aðsend Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“ Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“
Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira