Elín Björk bætist í oddvitaslag VG í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 10:24 Elín Björk Jónasdóttir er formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. vísir/egill Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“ Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hún mun því etja kappi við þær Líf Magneudóttur, eina borgarfulltrúa VG, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa flokksins, sem sækjast einnig eftir að leiða VG í kosningunum. Þetta staðfestir Elín Björk í samtali við fréttastofu. „Ég ætla að láta reyna á þetta, já. Ég hef fengið góða hvatningu til þess víðs vegar að og langar núna að láta að mér kveða í borgarmálunum,“ segir hún. Elín Björk hefur starfað hjá Veðurstofunni í rúma tvo áratugi og segir að eðlilega eigi loftslags- og náttúruverndarmál hug hennar allan. „En ég er ekki síður áfram um þessi helstu mál í borginni; húsnæðismál, skipulags- og skólamálin og auðvitað um velferðarstefnuna sem er rekin hér,“ segir hún. Elín Björk hefur verið afar virk innan Vinstri grænna undanfarin ár. Nú situr hún í stjórn flokksins, er formaður Reykjavíkurfélagsins, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, og þá sat hún í áttunda sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Opin fyrir því að starfa utan núverandi meirihluta Hún segir aðspurð að VG verði að bæta við sig fylgi í borginni en flokkurinn hefur nú aðeins einn borgarfulltrúa þar. Spurð hvort henni þóknist að starfa áfram í núverandi meirihluta með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum segir hún: „Ég held það verði bara að koma í ljós hvað kemur upp úr kjörkössunum. Það eru kannski háværar raddir með og á móti þessum meirihluta en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað borgarbúar vilja. Það verður auðvitað að koma í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.“
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18. janúar 2022 17:26
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11