Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2022 11:49 Nauðgarinn David Goodwillie er mikill markaskorari. Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið. Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark. Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Sú ákvörðun Raith Rovers að semja við Goodwillie hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð og dregið dilk á eftir sér. Nokkrir starfsmenn Raith Rovers hafa sagt upp, tveir af stærstu styrktaraðilum félagsins vilja ekki lengur auglýsa framan á búningum þess og fyrirliði kvennaliðsins, Tyler Rattray, hætti í mótmælaskyni. Kvennalið Raith Rovers hefur líka slitið sig frá félaginu vegna kaupanna umdeildu á Goodwillie. Liðið spilar næsta leik sinn án merkis Raith Rovers á búningum sínum og ekki á heimavelli liðsins, Stark's Park. Þá hafa þekkt nöfn á borð við Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt Raith Rovers fyrir að semja við Goodwillie. Árið 2017 var Goodwillie fundinn sekur um að vera nauðgari í einkamáli ásamt fyrrverandi samherja sínum, David Robertson. Þeir greiddu þolandanum hundrað þúsund pund í skaðabætur. Goodwillie fór þó ekki fyrir rétt því ekki þóttu næg sönnunargögn fyrir hendi. Raith Rovers hefur varið ákvörðunina að semja við Goodwillie og segja að hún hafi eingöngu verið tekin út frá fótboltalegum forsendum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. John Sim, stjórnarformaður Raith Rovers, hefur beðist afsökunar á því að hafa samið við Goodwillie. Hann kom til liðsins frá Clyde á lokadegi félagaskiptagluggans á mánudaginn. „Fyrst í stað vil ég biðja stuðningsmenn okkar, styrktaraðila, leikmenn og Raith Rovers samfélagið innilega afsökunar á reiðinni og angistinni sem við höfum orsakað. Okkur varð á. Þegar við tókum ákvörðunina einblíndum við of mikið á fótboltann og ekki nógu mikið á hvaða áhrif þetta hefði á félagið okkar og samfélagið,“ sagði Sim í yfirlýsingu. „Undanfarna daga höfum við hlustað á stuðningsmenn sem hafa sett sig í samband við okkur og ég er þakklátur fyrir hreinskilni þeirra. Við sjáum eftir þessu og ætlum okkur að laga þetta.“ Sim staðfesti einnig að Goodwillie myndi ekki spila með Raith Rovers og félagið ætli að skoða mál hans og íhugi jafnvel að rifta samningi hans áður en hann spilar fyrir það. Hinn 32 ára Goodwillie hefur skorað grimmt fyrir Clyde undanfarin ár. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.
Skoski boltinn Kynferðisofbeldi Skotland Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn