Engin tölfræði til um byrlanir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 21:03 Ráðherra hyggst hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota en núgildandi áætlun rennur úr gildi við lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57