Innlent

Líst vel á að hópur fólks beri á­byrgð á til­lögum til ráð­herra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að hópur fólks muni bera ábyrgð á því að skila inn tillögum til ráðherra um sóttvarnaaðgerðir í formi minnisblaða. Það gæti orðið að veruleika verði frumvarp um sóttvarnalög samþykkt af Alþingi. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að hópur fólks muni bera ábyrgð á því að skila inn tillögum til ráðherra um sóttvarnaaðgerðir í formi minnisblaða. Það gæti orðið að veruleika verði frumvarp um sóttvarnalög samþykkt af Alþingi.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. 

Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar, sem hófst nú klukkan ellefu. Stofnun farsóttarnefndar er hluti af frumvarpi til sóttvarnalaga sem lagt var fram af heilbrigðisráðherra í gær. 

Starfshópur heilbrigðisráðherra samdi frumvarpið en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var hluti af starfshópnum. Hann segir að starfshópurinn hafi hugsað frumvarpið ekki bara út frá kórónuveirufaraldrinum heldur líta hafi þurfti til annarra mögulegra smitsjúkdóma sem upp gætu komið hér á landi.

Farsóttarnefnd yrði skipuð af fulltrúum ráðuneyta sem hefðu með þennan málaflokk að gera, fulltrúa almannavarna og forstjóra ríkisstofnana, eins og Landspítala, sem komi að sóttvörnum. 

Samkvæmt drögunum verður sóttvarnaráð, samhliða stofnun farsóttarnefndar, lagt niður. Þórólfur segir að það komi í hlut ráðherra að skipa fulltrúa í farsóttarnefnd, en spyr sig þó hvort það þýði að nefndin verði pólitískt skipuð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×