Börn skila sér illa til tannlækna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 13:06 Tannlæknar hafa áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki til tannlækna í tanneftirlit. Talið er að þetta séu um 5 þúsund börn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira