Innlent

Þessar af­léttingar tóku gildi á mið­­nætti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti.
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm

Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 24. febrúar næstkomandi. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú fimmtíu manns í stað tíu og tekin er upp eins metra nálægðarregla í stað tveggja metra reglu. 

Krár fá nú að hafa opið og opnunartími veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Nú er veitingastöðum heimilt að hleypa viðskiptavinum inn til klukkan 23 en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir 24.

Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og ekki er gerð krafa um hraðpróf. Takmarkanir í skólum verða hins vegar að mestu leyti óbreyttar. Grímuskylda verður enn óbreytt en tekur þó mið af nándarreglu hverju sinni. 

Sund- og baðstöðum sem og líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður nú heimilt að taka á móti 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Íþróttakeppnir verða áfram heimilar með 50 þáttakendum og áhorfendur leyfðir á ný.

Helstu afléttingar

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 50 manns
  • Nándarregla fer úr 2 metrum í 1 metra
  • Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó mið af nándarreglu
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði heimilt að hafa opið með 75% afköstum
  • Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þáttakendum og áhorfendur leyfðir á ný
  • Verslunum nú heimilt að taka á móti 500 manns
  • Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum heimilt að hafa opið á ný
  • Veitingastaðir, krár og skemmtistaðir mega taka á móti fólki til 23 en gestir verða að yfirgefa staðina fyrir miðnætti
  • Á sitjandi viðburðum er heimilt að taka á móti 500 gestum í hólfi og ekki er þörf á hraðprófum

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×