Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 10:33 Riffillinn sem Kyle Rittenhouse notaði til að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Rittenhouse segist vilja granda rifflinum. AP/Sean Krajacic Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. Auk byssunnar vill Rittenhouse fá þau skotfæri sem hann var með, síma, andlitsgrímu og önnur föt sem hann var í þetta kvöld. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni og talsmanni Rittenhouse að hann vilji granda rifflinum og kasta hinum hlutunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha sumarið 2020. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Í kjölfarið var Rittenhouse ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð. Hann var sýknaður af þeim öllum í nóvember. Sjá einnig: „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Rittenhouse er nú nítján ára gamall. Lögmaður hans segir að með því að granda rifflinum vilji Rittenhouse koma í veg fyrir að hann endi í höndum annarra sem gætu notað byssuna sem einhvers konar pólitískt tákn. Lögmaðurinn sagði fjölda manna vilja gera það. Íhaldsmenn vestanhafs hafa hrósað Rittenhouse í hástert fyrir það að verja Kenosh gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum. Á hinum pólnum hefur Rittenhouse verið teiknaður sem skotglaður táningur sem hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58 „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Auk byssunnar vill Rittenhouse fá þau skotfæri sem hann var með, síma, andlitsgrímu og önnur föt sem hann var í þetta kvöld. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni og talsmanni Rittenhouse að hann vilji granda rifflinum og kasta hinum hlutunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha sumarið 2020. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Í kjölfarið var Rittenhouse ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð. Hann var sýknaður af þeim öllum í nóvember. Sjá einnig: „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Rittenhouse er nú nítján ára gamall. Lögmaður hans segir að með því að granda rifflinum vilji Rittenhouse koma í veg fyrir að hann endi í höndum annarra sem gætu notað byssuna sem einhvers konar pólitískt tákn. Lögmaðurinn sagði fjölda manna vilja gera það. Íhaldsmenn vestanhafs hafa hrósað Rittenhouse í hástert fyrir það að verja Kenosh gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum. Á hinum pólnum hefur Rittenhouse verið teiknaður sem skotglaður táningur sem hafi reynt að taka lögin í eigin hendur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58 „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58
Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30