Hvetur fólk til þess að tilkynna ofbeldismál innan samtakanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 12:16 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. sigurjón ólason Yfirlæknir á Vogi segir að kynferðisofbeldi líðist ekki innan SÁÁ og hvetur þá sem orðið hafi fyrir ofbeldi til þess að láta vita. Samtökin séu á vegferð breytinga. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“ Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Jódís Skúladóttir, þingmaður VG og fyrrum skjólstæðingur SÁÁ sagði í kvöldfréttum okkar í gær að starfsmaður samtakanna hefði misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Jódís segir sögu sína ekki einsdæmi innan Samtakanna og telur að þar viðgangist ófagleg vinnubrögð, sér í lagi í ofbeldismálum og málefnum kvenna. Starfsmaðurinn starfar enn hjá samtökunum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi segir að ofbeldismál séu litin alvarlegum augum og þau líðist ekki meðferðarstarfinu. Hún segir ömurlegt að heyra af reynslu kvenna og segir samtökin á vegferð breytinga. „Við erum búin að vera á vegferð að breyta mjög miklu hjá okkur síðustu árin og erum áfram á þeirri vegferð. Það er bara varðandi nálgun sjúklinga, áfallamiðaða nálgun og meiri kynjaskiptingu og allt til þess að stuðla að öryggi sjúklinga. Ef við verðum þess áskynja að það sé eitthvað ofbeldi eða áreiti hvort sem það er sjúklingur eða starfsmaður þá er brugðist við því strax og af miklum alvarleika,“ sagði Valgerður. Forgangsmál að hlusta á þolendur Valgerður hvetur alla sem orðið hafi fyrir ofbeldi eða áreitni innan samtakanna til þess að láta vita. „Algjörlega og sérstaklega í okkar daglegu störfum þá er það algjört forgangsmál að það er alltaf hlustað og tekið tillit til slíkra kvartana og við stöndum með þolendum, alltaf. Það sem hægt er að gera í liðnum atburðum viljum við koma að eins vel og við getum.“
Ólga innan SÁÁ Kynferðisofbeldi Mál Einars Hermannssonar MeToo Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38