Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2022 11:36 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Eva Sjöfn Helgadóttir þingmaður Pírata. Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. „Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum, 11.000 einstaklingar á svefnlyfjum og notkun hættulegra róandi efna eins og Oxycontin hefur aukist til muna síðustu ár,“ sagði Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmaður Pírata, í pontu Alþingis undir störfum þingsins í gær. Eva Sjöfn undirstrikar í ræðu sinni þær upplýsingar sem fram komu í Kompás á mánudag, að fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hafi margfaldast síðasta áratug. Börn, fullorðnir og gamalmenni á geðlyfjum „Ég krefst þess að það verði eitthvað gert í þessum málum eins og skot.“ „Á hjúkrunarheimilum árið 2018 var geðlyfjanotkun 55% og þar af leiðandi er meira en helmingur þeirra sem eru á hjúkrunarheimilum á einu eða fleiri geðlyfjum.“ Eva Sjöfn benti líka á mikla tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi og segir þjóðina á rangri leið varðandi notkun þeirra, í ljósi þess að við séum Norðurlandameistarar í því sem leiði til mikils fjölda ótímabærra dauðsfalla. Biðlistarnir ástæða mikillar lyfjanotkunar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ræddi um sama mál. „Fram kemur í nýlegri frétt að aldrei hafi fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir ávanabindandi lyfja og á síðasta ári. Þar kemur einnig fram að almenningur hér á landi notar sömuleiðis mun meira af sterkum verkja-, tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Það hefur komið fram að ópíumfaraldur af völdum verkjalyfja geisi hér út um allt. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þúsundir veiks fólks eru á biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum á mjöðm, hnjám eða öðrum bæklunaraðgerðum. Þess vegna er inntaka á ávanabindandi lyfjum alltaf að aukast og aukast.“ Óþörf og skaðleg lyfjanotkun Guðmundur Ingi sagði fólk geta verið óvinnufært, rúmfast og verkjað svo árum skiptir, án þess að komast að í aðgerð. Og taka verkjalyf á meðan til að halda sönsum. „Að skaða veikt fólk með óþarfa inntöku á skaðandi ópíóíðum, jafnvel svo árum skiptir, á heimatilbúnum biðlista er fáránlegt og okkur öllum hér inni til háborinnar skammar.“ „Andlátum af völdum þessara lyfja heldur áfram að fjölga. Hvað eru margir að verða fyrir skaða vegna notkunar á sterkum verkjalyfjum svo mánuðum eða árum skiptir? Hvað eru margir á biðlistafæribandinu sem færir viðkomandi hægt og bítandi í fíkn, skaða eða bara beint í örorku. Stöðvum biðlistafæribandið og sjáum til þess að þeir sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðgerð að halda fái hana strax.“ Kompás Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
„Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum, 11.000 einstaklingar á svefnlyfjum og notkun hættulegra róandi efna eins og Oxycontin hefur aukist til muna síðustu ár,“ sagði Eva Sjöfn Helgadóttir, þingmaður Pírata, í pontu Alþingis undir störfum þingsins í gær. Eva Sjöfn undirstrikar í ræðu sinni þær upplýsingar sem fram komu í Kompás á mánudag, að fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hafi margfaldast síðasta áratug. Börn, fullorðnir og gamalmenni á geðlyfjum „Ég krefst þess að það verði eitthvað gert í þessum málum eins og skot.“ „Á hjúkrunarheimilum árið 2018 var geðlyfjanotkun 55% og þar af leiðandi er meira en helmingur þeirra sem eru á hjúkrunarheimilum á einu eða fleiri geðlyfjum.“ Eva Sjöfn benti líka á mikla tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi og segir þjóðina á rangri leið varðandi notkun þeirra, í ljósi þess að við séum Norðurlandameistarar í því sem leiði til mikils fjölda ótímabærra dauðsfalla. Biðlistarnir ástæða mikillar lyfjanotkunar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ræddi um sama mál. „Fram kemur í nýlegri frétt að aldrei hafi fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir ávanabindandi lyfja og á síðasta ári. Þar kemur einnig fram að almenningur hér á landi notar sömuleiðis mun meira af sterkum verkja-, tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. Það hefur komið fram að ópíumfaraldur af völdum verkjalyfja geisi hér út um allt. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þúsundir veiks fólks eru á biðlista eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum á mjöðm, hnjám eða öðrum bæklunaraðgerðum. Þess vegna er inntaka á ávanabindandi lyfjum alltaf að aukast og aukast.“ Óþörf og skaðleg lyfjanotkun Guðmundur Ingi sagði fólk geta verið óvinnufært, rúmfast og verkjað svo árum skiptir, án þess að komast að í aðgerð. Og taka verkjalyf á meðan til að halda sönsum. „Að skaða veikt fólk með óþarfa inntöku á skaðandi ópíóíðum, jafnvel svo árum skiptir, á heimatilbúnum biðlista er fáránlegt og okkur öllum hér inni til háborinnar skammar.“ „Andlátum af völdum þessara lyfja heldur áfram að fjölga. Hvað eru margir að verða fyrir skaða vegna notkunar á sterkum verkjalyfjum svo mánuðum eða árum skiptir? Hvað eru margir á biðlistafæribandinu sem færir viðkomandi hægt og bítandi í fíkn, skaða eða bara beint í örorku. Stöðvum biðlistafæribandið og sjáum til þess að þeir sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðgerð að halda fái hana strax.“
Kompás Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01
Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. 25. janúar 2022 12:00
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00