Forseti FIFA segir að HM á tveggja ára fresti komi í veg fyrir að afrískir farendur drukkni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 15:30 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA frá 2016. getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tengja dapurleg örlög afrískra farenda við fyrirætlanir FIFA um að fjölga heimsmeistaramótum karla. Infantino vill ólmur halda HM á tveggja ára fresti, í stað fjögurra eins og alltaf hefur verið gert. Hann segir að þetta hjálpi ekki bara fótboltanum heldur geti haft áhrif á líf fólks í Afríku. „Við þurfum að gefa þeim tækifæri og reisn. Ekki með góðgerðarstarfsemi heldur að leyfa öllum heiminum að taka þátt. Við þurfum að gefa fólki í Afríku von svo það þurfi ekki að fara yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi en enda líklega á því að drukkna,“ sagði Infantino. Talið er að rúmlega 23 þúsund manns sé saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Eftir að ummælin fóru á flug og voru harðlega gagnrýnd leitaði Infantino í smiðju Georgs Bjarnfreðarsonar og sagði að um misskilning hefði verið að ræða og ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi. Meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Infantinos var Andrew Stroehlein, fjölmiðlafulltrúi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. „Samstarfsfélagar mínir ræða við flóttafólk víðs vegar að nánast á hverjum einasta degi. Þau minnast aldrei á heimsmeistaramót á tveggja ára fresti,“ sagði Stroehlein. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Knattspyrnusamband Suður-Ameríku (Comnebol) eru alfarið á móti því að fjölga heimsmeistaramótum. Knattspyrnusamband Afríku (Caf) er hins hlynnt þeim hugmyndum. FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Infantino vill ólmur halda HM á tveggja ára fresti, í stað fjögurra eins og alltaf hefur verið gert. Hann segir að þetta hjálpi ekki bara fótboltanum heldur geti haft áhrif á líf fólks í Afríku. „Við þurfum að gefa þeim tækifæri og reisn. Ekki með góðgerðarstarfsemi heldur að leyfa öllum heiminum að taka þátt. Við þurfum að gefa fólki í Afríku von svo það þurfi ekki að fara yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi en enda líklega á því að drukkna,“ sagði Infantino. Talið er að rúmlega 23 þúsund manns sé saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Eftir að ummælin fóru á flug og voru harðlega gagnrýnd leitaði Infantino í smiðju Georgs Bjarnfreðarsonar og sagði að um misskilning hefði verið að ræða og ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi. Meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Infantinos var Andrew Stroehlein, fjölmiðlafulltrúi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. „Samstarfsfélagar mínir ræða við flóttafólk víðs vegar að nánast á hverjum einasta degi. Þau minnast aldrei á heimsmeistaramót á tveggja ára fresti,“ sagði Stroehlein. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Knattspyrnusamband Suður-Ameríku (Comnebol) eru alfarið á móti því að fjölga heimsmeistaramótum. Knattspyrnusamband Afríku (Caf) er hins hlynnt þeim hugmyndum.
FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira