Lífið

Breyttu eld­húsinu í barna­her­bergi en inn­réttingin fór ekki fet

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstaklega skemmtileg lausn á barnaherberginu.
Sérstaklega skemmtileg lausn á barnaherberginu.

Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöldi fór Sindri Sindrason aftur í heimsókn til Ölmu Sigurðardóttir en núna er hún flutt á nýjan stað, í Suðurgötu.

Áður bjó hún ásamt eiginmanni og barni í Laugardalnum í einstaklega fallegri eign á Laugarásvegi og var fjallað um þá eign á sínum tíma.

Nýja eignin er 120 fermetrar að stærð og eru þau hjónin einnig búin að taka hana alveg í gegn.

Það má með sanni segja að breytingin sé vel heppnuð og vakti sérstaka athygli að þau breyttu gamla eldhúsinu í barnaherbergi fyrir son þeirra Magnús.

Klippa: Breyttu eld­húsinu í barna­her­bergi en inn­réttingin fór ekki fetFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.