Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 11:49 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en á morgun eru tvö ár liðin frá því óvissustig almannavarna var virkjað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en nokkur aukning hefur verið í tilfellum síðustu daga. Ríkisstjórnin hyggst kynna afléttingaráætlun á föstudag en sóttvarnalæknir telur sem fyrr mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær gerðar í skrefum til að draga úr hættu á bakslagi. Að sögn sóttvarnalæknis eru alvarleg veikindi hér á landi af völdum Covid-19 nú mun fátíðari með tilkomu ómíkron afbrigðisins og um 0,2 prósent greindra lendi nú á spítala. Þó sé það áskorun hversu útbreiddar sýkingar séu hjá öðrum inniliggjandi sjúklingum og miklar fjarvistir starfsfólks vegna Covid-19. 38 eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru fjörutíu í gær. 37 sjúklingar eru á Landspítalanum en einn á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vísbendingar um að tvöfalt fleiri hafi fengið veiruna Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni sýna að hið minnsta tuttugu prósent einstaklinga yngri en fjörutíu ára hafi líklega verið búnir að sýkjast um síðustu áramót. Á sama tíma höfðu um þrjátíu þúsund manns eða um níu prósent landsmanna greinst með PCR-prófi og þannig gætu rúmlega tvöfalt fleiri smitast af veirunni en hafa greinst. „Ef þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um áttatíu prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi má búast við að það geti tekið en um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi daglegra smita verður svipaður og verið hefur,“ sagði Þórólfur. Klippa: 196. upplýsingafundur almannavarna Þó þurfi að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þeir bendi til að líklega sé ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota. Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi einnig að vera undir það búið að eitthvað óvænt komi upp á borð við ný afbrigði veirunnar sem geti breytt þessum áætlunum. „Ég tel hins vegar að við eigum að vera vongóð um að betri tíð sé innan seilingar og því er mikilvægt að við höldum vel á spilunum hvað varðar afléttingar og þær aðgerðir sem við erum nú að nota í baráttunni við faraldurinn þannig að eitthvert bakslag komi ekki upp á síðustu metrunum. Stefnum því hægt og örugglega að afléttingu þeirra takmarkana sem nú eru við lýði og pössum okkur á því að láta ekki útbreidd og alvarleg veikindi í samfélaginu skemma þann árangur sem við öll viljum sjá.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira