Mane fór þó ekki strax út af vellinum heldur náði að skora fyrsta mark Senegal áður en hann varð að hætta leik. Margir hafa sett spurningarmerki við það að hann hafi leikið áfram eftir heilahristing ekki síst þegar í ljós kom alvarleiki höggsins.
54' Sadio Mané suffers a heavy head collision with Cape Verde keeper
— B/R Football (@brfootball) January 25, 2022
63' Scores a great goal to give Senegal the lead
70' Unable to continue and taken off after the head collision
Hope he's OK pic.twitter.com/pXK8IQIicl
Mane var nefnilega fluttur á sjúkrahús til frekari rannsókna. Hann bar sig þó vel og vill örugglega gera allt til að ná næsta leik.
Mane hafði lent í samstuði við Vozinha, markvörð Grænhöfðaeyja, í leiknum en hann skoraði síðan hjá honum nokkrum mínútum síðar.
: 2-0
— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 25, 2022
Goals from Sadio Mane and Bamba Dieng put #TeamSenegal in the quarter-finals.
Watch all the key moments from #SENCPV #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | @Football2Gether pic.twitter.com/KVLXGeODC8
Vozinha hafði greinilega áhyggjur af Liverpool manninum því hann dreif sig upp á sjúkrahús strax eftir leik og heimsótti Mane.
Vozinha gaf sér ekki einu sinni tíma til að fara úr markmannsbúningunum eftir leikinn svo mikið lá honum á að komast upp á sjúkrahús.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim saman.