Þetta kemur fram á vef Landspítalans, en í gær var staðan sú að 38 sjúklingar voru inniliggjandi, þar af fjórir á gjörgæslu og allir þeirra í öndunarvél.
Greint var frá því í morgun að karlmaður á áttræðisaldri hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans í gær.
Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Af þeim sem eru inniliggjandi eru tíu óbólusettir og 27 hafa verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni.
9.334 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 3.366 börn.
Covid-sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 213, en voru 185 í gær.