Innlent

Andlát vegna Covid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var á gjörgæslu.
Maðurinn var á gjörgæslu.

Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Frá þessu segir á vef Landspítalans. Um er að ræða 45. dauðsfallið hér á landi frá upphafi faraldursins og það sjötta það sem af er árinu 2022.

Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um sjúklinginn á vef spítalans.

37 sjúklingar liggja nú Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×