Fótbolti

Dagný skoraði í sigri West Ham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í dag.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í dag. Alex Davidson/Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í 2-0 sigri liðsins gegn Everton er liðin mættust í ensku Ofurdeildinn í fótbolta í dag.

Dagný byrjaði leikinn í fremstu víglínu ásamt Claudiu Walker, en það var Katerina Svitkova sem kom liðinu yfir stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Lisu Evans.

Staðan vað því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Dagný kom heimakonum í 2-0 á 57. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Lisu Evans.

Claudia Walker gulltryggði síðan sigur West Ham þegar hún skoraði þriðja mark liðsins tæpum fimm mínútum fyrir leikslok.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur urðu því 3-0. West Ham situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, sex stigum meira en Everton sem situr í tíunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.