Fótbolti

Jón Daði kom inná í fyrsta leik sínum með Bolton

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Jón Daði er kominn til Bolton
Jón Daði er kominn til Bolton

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, sem gekk nýverið til liðs við Bolton Wanderers frá Milwall, kom inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir liðið í ensku annarri deildinni, League One, í dag. Bolton sigraði Shrewsbury 0-1 á útivelli.

Jón Daði hafði verið ansi lengi í fyrstikistunni hjá Milwall og það verða að teljast góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að hann sé byrjaður að spila hjá Bolton en hann kom til liðsins í núverandi félagaskiptaglugga.

Jón Daði kom inná fyrir Amadou Bakayoko á 66. mínútu leiksins. Bolton skoraði sigurmarkið svo á 89. mínútu en þar var á ferðinni Dion Charles eftir undirbúning frá Oladapo Afolayan.

Bolton er í fimmtánda sæti deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, einungis fjórum stigum frá fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.