Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 22:02 Magnus Høgenni þekkja margir Íslendingar á Twitter. Hann býr í Færeyjum, þar sem verið var að tilkynna afléttingu allra takmarkana. Aðsend mynd Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur. Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01